Einar Egils

Leikstjóri
Skrollaðu niður

Settu þig í hleðslu

MS

Tengjumst

Síminn

Því þú átt það skilið

KFC

Kapteinn Ofurbrók

Penninn

Velunnarar

Krabbameinsfélagið

Borderland - Music Video

Ásgeir Trausti

Einar Egilsson er með vesturbæskar rætur og sat drjúgan hluta æsku sinnar við fótskör föður síns og fylgdist með öllu sem fram fór á setti Ríkissjónvarpsins. Stutt frásagnarform hefur lengi heillað Einar og hann hefur margoft verið tilnefndur fyrir verk sín, þar á meðal Íslensku auglýsingaverðlaunanna fyrir sjónvarpsauglýsingar og Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistarmyndbönd. Einar hefur unnið með heimsklassa tónlistarmönnum, ferðast um allan heim, búið í Bandaríkjunum og fengið innblástur úr ýmsum áttum fyrir listsköpun sína. Eldgamla Ísafold togaði þó Einar aftur heim og þar dvelur hann nú í faðmi fjalla og fjölskyldu.  Ljósmyndun hefur löngum heillað Einar og hafa ljósmyndir hans birst í virtum tímaritum og netútgáfum. Hann eltir ljósið og einstakar aðstæður og nýtir gjarnan myndir sínar sem nokkurs konar skrifblokk fyrir hugsanlegar kvikmyndasenur framtíðarinnar.