Guðjón Jónsson er einn reynslumesti leikstjóri landsins með meira en tuttugu ára reynslu af kvikmyndagerð. Hann er líka hvers manns hugljúfi og góður maður. Guðjón er framsýnn og nýtur þess að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika og hluti verða til. Elskar hann þá mest spennuna við gerð kvikmynda og ljósmynda og að sjá þar lífið í gegnum linsuna. Guðjón er með aflameiri mönnum og hefur verið á forvalslista í Cannes, unnið gull á Eurobest, brons frá New York Festivals, brons á EPICA og nokkrum sinnum hlotið verðlaun fyrir bestu auglýsingu ársins á Íslandi. Guðjón vinnur nótt sem nýtan dag og fer af honum gott orð. Hann hefur unnið fyrir Icelandair, IKEA, Vodafone, Netflix, Shell, Yellowbird, VR og marga aðra.