Guðný Rós Þórhallsdóttir er fædd og uppalin á Egilsstöðum en segist ekkert vera svo mikið skemmd af því. Hún elskar vont veður en vill samt vera inni á meðan því stendur. Hún elskar líka ketti og að lesa bækur um heimsendi. Samt er hún mjög jákvæð og lífleg manneskja. Þegar hún er ekki að skrifa eða undirbúa verkefni þá prjónar hún, spilar netskrafl eða þjálfar köttinn sinn í að sitja á öxlunum á sér. Þegar hún var enn í námi vann hún verðlaunin Besta stuttmyndin á Stockfish fyrir myndina C-Vítamín, sem var einnig fyrsta stuttmyndin hennar. Hún útskrifaðist svo úr Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2017 og fékk þá verðlaun fyrir Bestu mynd af framleiðsludeild sem og Bestu útskriftarmyndina fyrir myndina Dagurinn sem baunirnar kláruðust. Báðar þessar myndir hafa flakkað um víða veröld og verið á ýmsum hátíðum. Guðný Rós leikstýrði báðum Gagnamagnsmyndböndunum fyrir Eurovision en fyrra myndbandið Think about Things varð alheimshittari og meira að segja Russell Crowe deildi myndbandinu… tvisvar..