Haukur Björgvinsson er þekktur fyrir fallegt myndmál sem hann blandar saman við mannlegar sögur og hreyfir þannig við hverjum sem á horfir. Haukur er kamelljón í leikstjórn því hann er jafnvígur á kómedíu- og ímyndarherferðir. Hann er sérstaklega vandvirkur í leikaravali því fyrir utan handritin sjálf, telur hann sterka leikara vera það mikilvægasta í góðum auglýsingum. Það varð Hauki til mikils sæmdarauka þegar hann vann Edduverðlaunin fyrir stuttmynd sína Heartless en myndin fékk VIMEO STAFF PICK auk þess að taka þátt í kvikmyndahátíðum eins og Raindance, Atlanta og Santa Barbara. Haukur hefur leikstýrt auglýsingum fyrir Ikea, Icelandair, Icelandic Provisions Skyr og China's Bank of Communications. Hann nam leikstjórn í Kanada og starfaði í Montreal og Toronto áður en hann flutti aftur til Íslands.