Samuel & Gunnar er íslenskt leikstjórateymi með samanlagða hálfrar aldar reynslu af leikstjórn auglýsinga. Þetta byrjaði allt í vídjóklúbbnum á skólaárum þeirra en síðan hafa þeir klifrað í takt upp hinn stórskemmtilega og oft á tíðum bratta leikstjórastiga, með viðkomu í eftirvinnslu, klippi og á fleiri gagnlegum og lærdómsríkum stöðum. Þeir Samúel og Gunnar vinna saman eins og hanski og hönd og hafa næmt auga fyrir jafnt stórum atriðum sem smáum. Þeir hafa unnið og fengið tilnefningar til fleiri verðlauna en nokkur annar íslenskur leikstjóri, fyrir auglýsingar og tónlistarmyndbönd, jafnt á Íslandi sem úti í hinum stóra heimi. Má þar nefna hin íslensku auglýsingaverðlaun Lúðurinn þar sem þeir hafa unnið 16 Lúðra auk 40 tilnefninga. Þá hafa þeir hlotið verðlaun og tilnefningar á stærstu auglýsingaverðlaunahátíðum heims eins og t.d. Cannes Lion, Effie, British Arrow Awards, Addy, Epica, Shark Award, Cine Gold, Telly, Cresta Awards svo einhver séu nefnd.